Pæjumót 2018
Hið árlega Pæjumót stúlkna í 6. og 7. flokki fer fram föstudaginn 10. ágúst og laugardaginn 11. ágúst. Mótið verður með svipuðu sniði og það var síðasta sumar enda tókst það mjög vel. Byrjað verður á að spila knattspyrnu á föstudagsmorgninum og mótinu lýkur svo um miðjan dag á laugaradag. Með þessu skipulagi gefst fjölskyldum tækifæri á að upplifa og njóta stórskemmtunarinnar á Fiskideginum mikla í Dalvíkurbyggð.
Þrjú verð í boði fyrir þátttakendur:
1. Keppnisgjald: 5000kr (Þátttaka í mótinu, grillveisla, verðlaunapeningur og mótsgjöf)
2. Keppnisgjald + matur: 7500kr (morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á föstudag
og morgunmatur á laugardag)
3. Keppnisgjald + matur og gisting: 10.000kr (2 nætur í svefnpokaplássi)
