KF – KV

Á morgun laugardaginn 30. Júní verður svokallaður 6 stiga leikur hjá KF en þá mætir knattspyrnufélag vesturbæjar(KV) í heimsókn á Ólafafjarðarvöll. Leikið verður klukkan 14:00.
KV er svokallað varalið hjá KR og þeir hafa heldur betur komið á óvart þar sem þeim var spáð neðsta sæti en þeir hafa mætt að krafti og eru eins og er í efsta sæti 3.deild karla þegar 7 umferðir eru búnar. KF er hinsvegar hinum megin á töflunni í neðsta sæti.
Síðustu 5 viðureignir KF – KV eru mjög jafnar en KF hefur unnið 2, KV unnið 2 og einn leikur farið jafntefli.
Búast má við hörkuleik á Ólafsfjarðarvelli klukkan 14:00 þar sem bæði lið meiga hvorugt misstíga sig í topp og botnbaráttu deildarinnar.
Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn og styðja okkar stráka til sigurs!
ÁFRAM KF