Vitor Vieira Thomas aftur í KF(STAÐFEST)

KF heldur áfram að safna liði fyrir komandi átök í 3. deildinni í sumar. Vitor Vieira Thomas, hefur skrifað undir hjá KF. Vitor Veira kemur frá Val, þar sem hann hefur verið síðasta árið.

Saman á ný, Vitor Vieira(vinstri) og Aci(hægri)
Vitor sem er fæddur 1999 ætti að vera heimamönnum vel kunnugur en hann hefur spilað frá unga aldri undir merkjum KF. Einnig á hann 17 leiki og 3 mörk með KF sumarið 2017. Gríðarleg ánægja er að fá Vitor heim og mun hann vera mikill liðstyrkur fyrir átökin í sumar. Við bjóðum Vitor velkominn heim og óskum honum alls hins besta.
KF er að styrkja sig fyrir sumarið, til að mynda gekk Ingi Freyr Hilmarsson til liðs við KF um daginn frá Þór Akureyri.

Ingi Freyr Hilmarsson
Margir ungir leikmenn hafa haft félagsskipti til KF í vetur til þess að hjálpa liðinu í lengjubikarnum og verður gaman að sjá hvort einhverjir taki slaginn með KF í sumar en það verður þá tilkynnt hér á síðunni.
Fyrsti leikur KF tímabilið 2019 verður í mjólkurbikarnum 13. Apríl gegn Nökkva. 3.deildin hefst svo 4. maí á útileik gegn Álftanes.
ÁFRAM KF