Ný rúta fyrir KF

Fyrr í sumar var keypt ný rúta fyrir KF, Wolkswagen Caravelle 9 manna árgerð 2015 á 3,5 milljónir. Henni er æltað að leysa af hólmi eldri gerð af rútu í eigu félagsins.
Það eru höfðingjarnir í dósamóttökunni á Siglufirði sem hafa veg og vanda að kaupunum, en þeir sjá um opnun móttökunnar í hverri viku, en þar er opið frá kl. 15:45-17:45 alla mánudaga.
Þeir hafa sinnt óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi fyrir félagið til fjölda ára og þeirra framlag skiptir heldur betur sköpum. Það óhætt að taka hattinn ofan fyrir þeim Gulla Sínu, Bjarna Árna og Dodda Bjarna – þvílíkir meistarar!
ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

Bjarni, Gulli og doddi með nýju rútuna