0-3 tap gegn Sindra…

KF tók á móti Sindra síðastliðin laugardag á Ólafsfjarðarvelli. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar var ekki uppá marga fiska. Hávaða rok og slæmur völlur gerðu það að verkum að ekki var hægt að spila fallegan fótbolta.

Sindri byrjuðu leikinn betur og komu inn marki snemma leiks. KF var með vind í baki í fyrri hálfleik og náðu þeir aðeins að bæta í sóknarleikinn í lok fyrri háfleiks án árangurs. Á 54. mínútu fengu Sindra menn vítaspyrnu eftir að Halldór braut á leikmanni Sindra, Halldór gerði hinsvegar sér lítið fyrir og varði vítaspyrnuna stórglæsilega. Sindramenn nýttu sér vel vindinn og á 60. mínútu komast þeir í 0-2 og brekkan orðin ansi brött fyrir KF að koma til baka. Einungis 3 mínútum síðar skora Sindramenn 3ja markið beint úr aukaspyrnu. KF tók völdin eftir 3ja markið en það var full seint og Sindri sigldi 3 stigum í hús.

KF hefur nú spilað fjóra leiki, tapað þremur og aðeins unnið einn. Þetta er ekki beint óska byrjun en það er að vona að strákarni beri höfuð hátt og komi á fullum krafti í næsta leik.

KF spilar næst við Vængi Júpíters á laugardaginn 9. júní í Grafarvoginum.

Áfram KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s