KH – KF mætast á Hlíðarenda

14. umferð fer af stað hjá okkar mönnum á laugardaginn klukkan 15:00, þegar okkar strákar leggja land undir fót og ferðast á Hlíðarenda og mæta þar Knattspyrnufélaginu á Hlíðarenda.

KF er taplaust í síðustu fjórum leikjum með 3 sigra og eitt jafntefli og erum við í 2. sæti deildarinnar með 29 stig. Með sigri gegn KH kemst liðið 4 stigum frá Vængjum Júpíters sem eru í 3. sæti og búnir með sinn leik í 14. umferð þar sem þeir töpuðu gegn topp liðinu Kórdrengjum.

Screen Shot 2019-07-26 at 23.40.00.png

Mynd: GuðnýÁg

KH hinsvegar er á hinum enda deildarinnar í 11. sæti með aðeins 7 stig í pokanum og eru fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni.

KF og KH hafa mæst þrisvar sinnum áður og hafa það verið markaleikir. KF hefur unnið tvo af þeim og KH einn. Bæði lið hafa mikið um að berjast og verður þetta klárlega hörkuleikur.

Leikar hefjast klukkan 15:00 og hvetjum við alla sem staddir eru á suðurlandinu að mæta og hvetja okkar menn til sigurs!

ÁFRAM KF – ÁFRAM KF – ÁFRAM KF

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s