KF – KFG

Á morgun, Laugardaginn 14. Júlí klukkan 15:00 Fær KF stjörnuprýtt lið KFG úr Garðabæ.
KFG situr í öðru sæti deildarinnar með 18 stig með markatöluna 23-13 og hafa þeir skorað flest mörk í sumar í 3.deild. KFG er með leikmenn á borð við Veigar Pál Gunnarsson, Magnús Björgvinsson og Garðar Jóhannsson sem allir hafa spilað í efstu deild karla með góðum árangri.
Okkar menn í KF eru hinsvegar í 8 sæti deildarinnar með 10 stig með markatöluna 7-11 og er KF það lið sem hefur fengið á sig fæst mörk í deildinni.
Fyrri leikur liðanna endaði með 1-0 sigri KFG á Samsungvellinum í hörkuleik þannig það má búast við sama á teningnum á morgun.
Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður og hefur KFG unnið alla leikina. Í fyrstu umferð í maí mættust liðin og vann KFG 1-0 á heimavelli, og var KF óheppið að ná ekki stigi úr þeim leik. Í fyrra mættust liðin einnig í deildinni og vann KFG þá heimaleikinn 5-1 og 1-2 á Ólafsfjarðarvelli.

Við vonumst að sjálfsögðu að fólk skelli sér á völlinn og hvetji strákana áfram til sigurs. KF er taplaust í síðustu tveimur leikjum og ætlum við að sjálfsögðu að halda því áfram!

ALLIR Á VÖLLINN – ÁFRAM KF

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s